Um okkur

Íslenska skjalagerðin er nýsköpunarfyrirtæki, stofnað haustið 2013 af Kristrúnu Elsu Harðardóttur héraðsdómslögmanni og löggiltum fasteignasala.
Íslenska skjalagerðin veitir þjónustu á sviði lögfræðilegrar skjalagerðar eingöngu í gegnum internetið. Þannig er hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Íslenska skjalagerðin býður upp á algengustu form löggerninga sem notaðir eru í lögskiptum einstaklinga og lögaðila í daglegu lífi.
Það er stefna Íslensku skjalagerðarinnar að veita hágæða þjónustu fyrir lágt verð. Þátttaka viðskiptavinarins sjálfs við að afla og veita í gegnum internetið allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til skjalagerðarinnar stuðlar að því að kostnaður hans lækkar svo um munar.
Lögð er áhersla á að hafa ferli við pöntun og vinnslu skjals eins einfalt og mögulegt er með það að markmiði að allir geti notað þjónustu Íslensku skjalagerðarinnar.
Íslenska skjalagerðin veitir þjónustu á sviði lögfræðilegrar skjalagerðar eingöngu í gegnum internetið. Þannig er hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Íslenska skjalagerðin býður upp á algengustu form löggerninga sem notaðir eru í lögskiptum einstaklinga og lögaðila í daglegu lífi.
Það er stefna Íslensku skjalagerðarinnar að veita hágæða þjónustu fyrir lágt verð. Þátttaka viðskiptavinarins sjálfs við að afla og veita í gegnum internetið allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til skjalagerðarinnar stuðlar að því að kostnaður hans lækkar svo um munar.
Lögð er áhersla á að hafa ferli við pöntun og vinnslu skjals eins einfalt og mögulegt er með það að markmiði að allir geti notað þjónustu Íslensku skjalagerðarinnar.
Íslenska skjalagerðin í fjölmiðlum
Frjáls verslun valdi Íslensku skjalagerðina sem eitt af 11 mest spennandi sprotafyrirtækjum á Íslandi árið 2013.
Svipmynd af stofnanda Íslensku skjalagerðarinnar í Viðskiptablaði Morgunblaðsins .
Vísir.is
Nýtt fyrirtæki sinnir lögfræðilegri skjalagerð á netinu "Ódýrara og einfaldara."
Sunnlenska
Býður lögfræðiþjónustu á netinu
Dagskráin
Lögfræðileg skjalagerð í gegnum internetið
Umfjöllun í Bæjarlífi
Íslenska skjalagerðin (umfjöllun)
Hafnarfréttir
Íslenska skjalagerðin meðal áhugaverðustu sprotafyrirtækja landsins